Golfklúbburinn Keilir ætlar að bjóða upp á reglulegar golfæfingar í vetur.Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar og kennslu yfir vetrartímann og þar með búa sig betur undir golftímabilið næsta sumar. Farið er í alla helstu þætti leiksins: pútt, há og lág vipp, fleyghögg, grunnatriði í sveiflu og teighöggum í bland við kennslu, þjálfun og æfingar. Hver kylfingur fær ábendingu um það hvað er hægt að bæta hjá sér og er því fylgt eftir bæði á æfingum, auk þess sem kylfingur fær senda átta tölvupósta um kennsluþætti þjálfunarleiðar og réttar áherslur í þjálfun.
Þjálfunarleiðin er alls fjórtán klst. með golfkennara.
Hægt er að velja um það að vera í hópi kl. 18:00, kl. 19:00 eða kl. 20:00 á mánudögum eða á miðvikudögum í vetur.

Dagsetningar eru þessar:
Mánudagar kl.18/19/20            Miðvikudagar kl.18/19/20
17. og 24. nóvember                   19. og 26. nóvember
1. 8. og 15. desember                  3. 10. og 17. desember
5. 12. 19. og 26. janúar               7. 14. 21. og 28. janúar
9. og 23. febrúar                         11. og 25. febrúar
9. 16. og 23. mars                       11. 18. og 25. mars

Verð er 28.000 kr.
Þátttakendur kaupa sjálfir bolta en boðið er upp á 20% afslátt af gull-, demants- og platínumkortum. Skráning fer fram á netfanginu karl.omar.karlsson@akranes.is
Kennari er Karl Ómar Karlsson PGA golfkennari

Smellið á mynd til að sjá auglýsingu.