19/01/2026

Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot

Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot

Kæru félagar,

Nýlega fékk Golfklúbburinn Keilir fékk ÍSÍ bikarinn fyrir flott starf árið 2025 en klúbburinn vann Íslandsmeistaratitla í flokkum unglinga, meistaraflokks og öldunga. Markið er sett hátt árið 2026 og viljum við að okkar félagar geri slíkt hið sama. Hér koma nokkrir punktar um æfingaaðstöðuna okkar í Hraunkoti, fyrir þau sem stefna hátt.

Golfhermar Keilis

Hinir sívinsælu golfhermar í Hraunkoti eru frábær skemmtun og góð leið til að halda sér í leikformi yfir veturinn. Mínir uppáhaldsvellir eru Cabot Cliffs, Old Head Golf Links, Cape Wickham Links, Turnberry – Ailsa Course og Sand Valley. Bókaðu tíma í golfherma Keilis hér: Golfhermar – Golfklúbburinn Keilir.

Æfingasvæði

Á æfingasvæðinu okkar í Hraunkoti eru nú hitarar og greiningatæki í öllum básum þar sem hægt að er spila velli, æfa sig eða fara í skemmtilega leiki. Opið er á æfingasvæðinu allar stundir utan æfinga íþróttastarfins en þær eru frá 16:00 til 19:00 mánudaga til fimmtudaga.

(Athugið að á þessum tímum er samt hægt að bóka tíma í golfhermi eða golfkennslu hjá golfkennurum okkar.)

Púttsalur

Sagt er “drive for show, putt for dough” eða “drævaðu til sýnis en púttaðu fyrir deigið” á íslenskri þýðingu. Ekki vera bara til sýnis, náðu í deigið og æfðu púttin í Hraunkoti þar sem þú getur æft löng pútt og miklum halla alveg eins og á Hvaleyrarvelli. Hér er hægt að sjá bókanir í púttsalnum neðst á þessari síðu: Hraunkot – Golfklúbburinn Keilir.

Fjölskyldugolf

Á laugardögum á milli 10:00 og 12:00 er fjölskyldugolf í Hraunkoti. Þar er öllum fjölskyldum boðið að mæta og spila saman púttvöll uppsettann af afrekskylfingum klúbbsins. Markmiðið er skemmtun fyrir fjölskylduna og jákvæð upplifun af fyrstu golfhringjum barnanna. Engin skráning eða gjald til að taka þátt, bara mæta og skemmta sér vel.

Íþróttastarfið

Mikil aukning hefur verið í starfinu hjá Keili og með nýju skipulagi æfingatíma getum við tekið á móti enn fleirum sem vilja byrja æfa eða prófa golf. Æfingarnar eru vel skipulagðar og þjálfararnir vel menntaðir og metnaðarfullir. Áhugasamir krakkar eru hvattir til að mæta og prófa æfingar án skráningar til að sjá hvernig þeim líkar. Hægt er að sjá æfingatöflur hér: Æfingatöflur – Golfklúbburinn Keilir.  Til að sjá æfingagjöld og það sem boðið er uppá hjá hverjum æfingaflokki fyrir sig er hægt að smella hér: Félags og æfingagjöld – Golfklúbburinn Keilir.

Golfkennsla

Í Hraunkoti starfar gott úrval af menntuðum golfkennurum. Til þess að kynna sér golfkennarana okkar, sjá hvað þeir hafa uppá að bjóða eða að hafa samband við þá beint er hægt að fylgja þessum hlekk: Golfkennsla – Golfklúbburinn Keilir.

 

Sjáumst í Hraunkoti árið 2026.

Með golfkveðju,

Birgir Björn Magnússon

Íþróttastjóri Keilis

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær