Það var stór dagur í dag hjá okkur í Keili, hún Brynja okkar var að fagna tvöföldum áfanga. Í fyrsta lagi er þetta 20 árið sem Brynja rekur veitingasöluna, enn einsog allir vita þá hefur Brynja tekið hlýlega á móti okkur Keilisfélögum í gegnum árin og stór þáttur í þeim sterka Keilisanda sem svífur yfir svæðinu okkar. Og einnig fagnar hún 50 ára afmæli sínu í dag.

Stjórn, starfsmenn og nokkrir félagsmenn náðu að koma henni á óvart í morgun með að mæta í afmæliskaffi og hylla okkar konu.

Brynja innilega til hamingju með daginn þinn. Og takk fyrir okkur!