Barna og ungmennastarf 2017-08-22T19:22:55+00:00

Barna og ungmennastarf Keilis

Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag og uppfyllir þær gæðakröfur ÍSÍ um barna- og ungmennastarf.

Þjálfarar Keilis eru menntaðir PGA golfþjálfarar og hafa mikla og góða reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum.

Fjölbreytileiki skal vera sem mestur, áhersla er lögð á félagsstarf og þjálfun skal vera skipulögð og markviss til að geta skapað börnum og unglingum færi á því að vera kylfingar alla ævi. Það er gaman að vera kylfingur og leika golf.

Hægt er að æfa golf í ellefu mánuði á ári. Starfið skiptist í sumar- og vetrarstarf. Vetrarstarf hefst í byrjun nóvember og er til loka maí, en sumarstarf hefst um leið og skóla lýkur og er til loka september.

Í október eru engar æfingar í gangi.

Æfingar fara fram í Hraunkoti sem er æfingasvæði golfklúbbsins eða á Sveinskotsvelli sem er níu holu golfvöllur.

Hægt er að hafa samband við íþróttastjóra GK fyrir nánari upplýsingar um starfið.

Æfingatafla gildir til 15. sept. 2017

Hópur 99

Strákar og stelpur fædd árið 1999, 1998,1997 og eldri

Mánudagur kl. 17:00 til 19:00 (opin æfing)

Fimmtudagur kl. 17:00 til 19:00 (opin æfing)

Hópur 00-04

Strákar og stelpur fædd árið 2000, 2001, 2002, 2003 og 2004

Mánudagur                kl. 16:00 til 17.00

Miðvikudagur            kl. 18:00 til 19:00

Hópur 05-06-07-08-09-10

Strákar og stelpur fædd 2005, 2006, 2007 o.s.frv.

Þriðjudagur                           kl. 15:00. Leikæfing á golfvelli. Mæting er upp í golfskála.

Miðvikudagur                        kl. 16:00 til 17:00*

Miðvikudagur                        kl. 17:00 til 18:00*

*Kylfingur mætir í annan hvorn tímann sem hentar betur.

Fimmtudagur                         kl. 16:00. U.S. Kids Golfmótaröðin heldur áfram.  Mæting er upp í golfskála.

 

Golfleikjaskóli Keilis

Keilir og US Kids golf starfrækja golfleikjaskóla sumarið 2017. Skólinn er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5-8 ára og 9-12 ára. Nánari upplýsingar fást með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Golfleikjaskóli Keilis

Hægt er að hafa samband við Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóra Keilis, fyrir nánari upplýsingar um starfið.