Vinavellir

Á hverju ári gerir Golfklúbburinn Keilir svokallað vinavallasamkomulag við nokkra íslenska golfklúbba. Í samkomulaginu felst að félagsmenn í Keili greiða einungis 2500-4000 kr. í vallargjald á golfvöllum vinaklúbbanna.

Árið 2023 hefur verið samið við 11 golfklúbba um vinavelli, þeir eru:

  • Golfklúbbur Hellu 3500 kr **
  • Golfklúbburinn Leynir 3900 kr *
  • Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 3000 kr
  • Golfklúbbur Suðurnesja (Leiran) 3500 kr ***
  • Golfklúbburinn Borgarnesi 3900 kr ****
  • Golfklúbburinn Selfossi 3300 kr
  • Golfklúbbur Sandgerðis 3500 kr
  • Golfklúbbur Akureyrar 3000 kr
  • Golfklúbbur Grindavíkur 3500 kr
  • Golfklúbbur Hveragerðis 3100 kr (einungis á virkum dögum)
  • Golfklúbburinn Flúðir 4000 kr virkir dagar

* Leynir – Vinavallasamningur gildir ekki fyrir hópaskráningar. Vallargjald þegar bókað er með forbókun er kr. 5300

** Hella – Félagar hafa 3 daga til þess að bóka sig á þessum kjörum. Þetta gildir ekki fyrir forbókaða tíma

*** Suðurnes – Vallargjald fyrir Keilisfélaga er 3.000  kr. þegar bókað er í gegnum Golfbox (tveggja daga fyrirvari) Þegar bókað er í gegnum skrifstofu GS eða fram í tímann er forbókunargjald, semja verður um hópaverð. Gildistími er frá opnun vallar (á sumarflatir) til 1. október. Vinavallarverð eiga ekki við hópabókanir.

**** Borgarnes – Umsamið gjald gildir aðeins þegar kylfingur leikur golf á eigin vegum á Hamarsvelli en ekki ef kylfingur er hluti af hóp sem nýtur sérstaks afsláttar af vallargjaldi sem heild. Vinavallaréttur og afsláttur hans felst í því að viðkomandi skrái sig sjálfur/ir í rástíma skv. bókun á GolfBox. Kylfingur hefur 2 daga heimild til skráningar fyrir leikdag eða minna. Ef forbókun á sér stað utan 2 daga rammans er vallargjald kr. 5.500. per mann. Afbókunarfrestur á rástímum er 24. klst.

Samkomulagið tekur gildi frá og með 1. maí 2023 til 1. október 2023. Félagsmenn Golfklúbbsins Keilis greiða 2000-4000 kr. í vallargjald í hvert sinn er þeir leika golfvellina og engu máli skiptir máli hvort leiknar séu 9 eða 18.holur. Vinsamlegast athugið vel reglur hvers klúbbs um vinavelli, þær geta verið mismunandi á milli golfklúbba.

Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót. Þetta samkomulag gildir aðeins gegn framvísun félagsskírteinis.

Athugið að panta rástíma.