Vinavellir 2024

Á hverju ári gerir Golfklúbburinn Keilir svokallað vinavallasamkomulag við nokkra íslenska golfklúbba. Í samkomulaginu felst að félagsmenn í Keili greiða einungis 2500-5000 kr. í vallargjald á golfvöllum vinaklúbbanna.

(1) Golfklúbbur Hellu – Félagar hafa 3 daga til að bóka sig á þessum kjörum. Þetta gildir ekki fyrir forbókaða tíma

(2) Golfklúbburinn Leynir – Félagar hafa 2 daga í golfbox til að bóka rástíma á Garðavelli. Sé bókað framhjá golfboxi með lengri fyrirvara borga kylfingar 5600kr forbókunargjald

(3) Golfklúbbur Suðurnesja – Vallargjald fyrir Keilisfélaga er 4.000 kr. þegar bókað er í gegnum Golfbox (tveggja daga fyrirvari) Þegar bókað er í gegnum skrifstofu GS eða fram í tímann er forbókunargjald, semja verður um hópaverð. Gildistími er frá opnun vallar (á sumarflatir) til 1. október. Vinavallarverð eiga ekki við hópabókanir.

(4) Golfklúbbur Borgarness – Umsamið gjald gildir aðeins þegar kylfingur leikur golf á eigin vegum á Hamarsvelli en ekki ef kylfingur er hluti af hóp sem nýtur sérstaks afsláttar af vallargjaldi sem heild. Vinavallaréttur og afsláttur hans felst í því að viðkomandi skrái sig sjálfur/ir í rástíma skv. bókun á GolfBox. Kylfingur hefur 2 daga heimild til skráningar fyrir leikdag eða minna. Ef forbókun á sér stað utan 2 daga rammans er vallargjald kr. 5.500. per mann. Afbókunarfrestur á rástímum er 24. klst.

(5) Golfklúbburinn Flúðir – Umsamið gjald gildir aðeins á virkum dögum fyrir 18 holu golfhring á Selsvelli við Flúðir. Vinsamlegast skráið rástíma og greiðið vallargjald í Golfbox fyrir leik