Leiga á golfskála

Skálinn er laus til leigu utan sumartíma, þ.e frá 1. október til 20. apríl. Golfskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er stórafmæla eða ferminga. Eins er hann hentugur fyrir fundi og námskeið. Salurinn tekur um 115  manns í sæti. Hægt er að kaupa allar tegundir veitinga á staðnum,Vinsamlegast hafið samband við Hafstein í síma 7792416 eða á netfanginu hafsteinn@betristofan.com til að kanna lausa daga. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta efni með því að smella á tekstann áður enn haft er samband.

Leiga á sal fyrir Keilisfélaga: 58.000 kr. dagurinn
Leiga á sal fyrir aðra: 90.000 kr. dagurinn. Dagurinn plús einn starfsmaður uppað 40 manns.
Sælakot (fundarsalur): 25,000 kr. dagurinn