Axel Bóasson varð í 2. sæti á opna Lannalodge mótinu sem fram fór á Nordic golfmótaröðinni í Svíþjóð.

Axel lék hringina þrjá á 65, 67 og 71 höggi eða samtals 7 höggum undir pari.

Von er á Axel heim til Íslands á næstu dögum. Næsta verkefni hans er að undirbúa sig og taka þátt á Íslandsmótinu sem hefst á Hvaleyrarvelli 20. júlí n.k.