Undanfarna daga hefur vetur konungur mynnt á sig með smávægilegu næturfrosti.  Kuldinn hefur verið nægur til að klæða völlinn í hrímaðann hvítann búning.  Þegar slíkt gerist þá er hætta á því að minsta álag valdi smávægilegum skaða á graslaufum.  Þetta viðbótarálag getur gert grasinu erfitt fyrir yfir veturinn og með tímanum valdið neikvæðri breytingu á samsetningu grastegunda í flötum.

Við erum ekki mjög spenntir fyrir slíku og tökum því ekki áhættuna.  Hvaleyrarvöllur er því lokaður á meðan sólin nær að bræða af sér hrímið.  Þetta gerist venjulega um kl 10:00 um morguninn.  Ef kylfingar líta út í garð þegar þeir vakna og sjá hrím, þá meiga þeir búast við því að komast ekki á teig fyrr en í fyrsta lagi um 10:00.

Við erum ekki eins passasamir á Sveinskotsvelli.  Kylfingar geta farið út á Sveinskotið þegar þeir vilja.  Við stefnum einnig að því að halda honum opnum yfir veturinn á flötum, líkt og við gerðum síðasta vetur.  Til þess að minnka slit í kringum holur þá höfum við tekið þrjár holur í hverri flöt, þó svo að það sé ein flaggstöng.  Þannig er hægt að færa flaggstöngina í nýja holu án þess að taka nýja holu (kylfingum er frjálst að færa stöngina í næstu holu til að hjálpa okkur að dreifa sliti).  Þetta er nauðsynlegt þegar flatirnar eru frostna sökum þess að engin leið er að taka nýjar holur á frosnum flötum.

Við vonum að kylfingar reyni að nota blíðuna þessa síðustu daga af golfsumrinu.  Við reynum að halda Hvaleyrinni opinni eins lengi og hægt er.  En um leið og jörð frystir þá lokum við flötum og teigum á Hvaleyrinni.  Vonum að veðurguðirnir verði okkur í liði.

Kv. Vallastjóri