Dagana 15.-16. mars verður golfmaraþon Keilis í Hraunkotinu fyrir unga og efnilega kylfinga Keilis. Krakkarnir hafa verið dugleg að vinna við ýmsar fjáraflanir í vetur og hafa verið að safna áheitum að upphæð 1.000-2.000 kr.- eða safnað frjálsum framlögum fyrir maraþonið.

Hægt er að heita á þau með því að millifæra inn á reikning foreldraráðs Keilis 0544-05-400733 og kt. er 680169-6919

Krakkarnir byrja að æfa kl. 15:00 á föstudeginum og ætla þau að æfa í yfir 25 klst. Gamla íslandsmetið er 25 klst. frá árinu 2009.

Skipt er í nokkrar lotur þar sem hver hópur slær í klst og þá tekur næsti hópur við o.s.frv. Skilyrði er að þau verði öll saman og gisti allan tímann í Hraunkotinu. Ýmislegt verður hægt að gera sér til dundurs á milli lota.

Um 90 manna hópur ungmenna og ungra kylfinga og foreldra er að fara í æfingaferðir með Keili og er farið á þrjá staði á Spáni.

Maraþongolfið liður í því að efla félagslega þáttinn þannig að hópurinn kynnist og samlagist betur og allir geti notið sín í æfingaferðinni í starfi og leik og eins á golfæfingum hjá Golfklúbbnum Keili.

Keilir er fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er markmið með félagsstarfinu:

  • að vekja, hlúa að og efla áhuga kylfinga fyrir þroskandi félagsstarfi
  • að miða félagsstarf við þarfir og samkennd iðkenda
  • að gefa iðkendum tækifæri til að takast á við ný og fjölbreytt viðfangsefni
  • auka samvinnu og hópvinnu
  • að fræða
  • að auka virðingu fyrir reglum og siðum