Eftir æsispennandi keppni og bráðabana hafði Guðrún Brá Björgvinsdóttir betur gegn Ragnhildi Kristinsdóttur GR.

ÍSAM mótið er fyrsta stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni. Guðrún lék hringina þrjá á 73-71 og 70 eða tveimur höggum undir pari. Fyrir síðustu 9 holurnar átti Ragnhildur átta högg á Guðrúnu en með mikillri þrautseigju og glæsilegri spilamennsku nái Guðrún að jafna við Ragnhildi og knúði síðan fram sigur í bráðabana.

Í karlaflokki sigraði Hákon Örn Magnússon frá GR. Lék hann á sex höggum undir pari. Bestur meðal Keiliskylfinga var Daníel Ísak Steinarsson á tveimur höggum yfir pari og endaði hann í 8. sæti.

Næsta mót á GSÍ mótaröðinni B 59 hótel mótið, verður um næstu helgi. Leikið verður á Garðavelli á Akranesi.