Hæfileikamótun Keilis er hugsað fyrir unga og efnilega keppniskylfinga Keilis fædda 2008-2012 og eru undir ákveðnum forgjafarmörkun.

Dagskrá er vegleg og eru ansi mörg fræðandi erindi/æfingar á stefnuskránni.

Miðvikudagur 17. janúar kl. 18:00 til 20:00

Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis

  • Kynning á íþróttastarfi og þjálfurum í vetur fram að æfingaferð í byrjun apríl
  • Leiðin til stærri afreka / Markmiðasetning
  • Æfingabanki Keilis
  • Samkomulag við afreksefni
  • Einkakennsla með PGA þjálfara

 

Fimmtudagur 18. janúar og 25. janúar kl. 19:30 til 21:00

Bjarni Fritz B.S gráða í sálfræði        

  • Hvað þarf til að ná árangri?
  • Styrkja sálrænan hluta íþróttafólks.
  • Hópefli

 

Föstudagur 19. janúar kl. 15.00 í Hraunkoti

Steinar Bjé Aðalbjörnsson Eyhild, Næringafræðingur

  • Næring kylfinga
  • Grunnur að góðri heilsu og góðum árangri

 

Miðvikudagur 24. janúar kl. 19:00 til 21:00

Óli Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ

  • Kynning á landsliðsverkefnum GSÍ
  • Golfæfing með Óla í Hraunkoti

 

Laugardagur 27. janúar kl. 10:00 til 13:00 í Hraunkoti   

Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari GSÍ og í heilsuteymi Keilis

  • Líkamsgreining hvern einasta kylfing í hæfileikamótun
  • Hver og einn fer í hreyfifærniverkefni til að kanna líkamstöðu og þjálfurum kynntar niðurstöður
  • Að kylfingur verði laus við meiðsli
  • Fyrirbyggjandi líkamsþjálfun

 

Miðvikudagur 31. janúar 2024

„Eitthvað óvænt“

Ekki má gleyma félagslega þættinum

 

 

Nánari upplýsingar eru inn á Sportabler.

Áfram Keilir.