Í vikunni hófst hæfileikamótun Keilis. Karl Ómar íþróttastjóri Keilis kynnti hvað verður í gangi næstu vikur og mánuði:

Meðal efnis á fyrirlestrinum:

-Kynning á hópnum sem tekur þátt og helstu áherslur fyrir hvern og einn að íhuga

-Golfæfingar í vetur þar sem hægt verður að æfa 4-8 x í viku. Allt eftir metnaði og áhuga. Það verður hópaþjálfun, einkaþjálfun, líkamleg þjálfun, huglæg þjálfun, Æfingar í golfhermi, Áskorun Hraunkots á 3 vikna fresti, æfingabanki Keilis svo eitthvað sé nefnt.

-Kynnt voru drög að mótaskrá GSÍ í sumar

-Helstu áherslur í íþróttastarfi og skilgreiningar á öllu starfinu.

-Styrktarsjóður Kristínar Páls og Guðmundar Friðriks.

-Kynning á félags- og æfingagjöldum iðkenda 18 ára og yngri.

-Æfingaferðir og fjáraflanir

-Kynning á samkomulagi við kylfinga

-Æfingabanki kynntur fyrir nýjum notendum

Næstu daga munum við fá heimsóknir frá ýmsum aðilum til að aðstoða og efla okkar góða íþróttastarf.