Kvenna- og karlalið Keilis léku í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba dagana 27.-29. júlí.

Kvennasveit Keilis sem lék í Leirunni var þannig skipuð: Anna Sólveig Snorradóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Bryndís María Ragnarsdóttir, Marianna Ulriksen, Sara Margrét Hinriksdóttir, Thelma Sveinsdóttir, Þórdís Geirsdóttir og Guðrún Birna Snæþórsdóttir. Liðstjóri var Ísak Jasonarson.

Stelpurnar enduðu í fjórða sæti í heildina eftir hörkubaráttu. Keilir tapaði í bráðabana að komast í úrslitaleikinn og annað tap í bráðabana í leiknum um 3. sætið.

Karlalið Keilis lék á Akureyri var þannig skipuð: Axel Bóasson, Birgir Björn Magnússon, Rúnar Arnórsson, Svanberg Addi Stefánsson, Vikar Jónasson, Hjalti Jóhannsson, Bjarki Snær Halldórsson, Daníel Ísak Steinarsson og  Tómas Hugi Ásgeirsson. Liðstjóri var Ólafur Þór Ágústsson.

Strákarnir enduðu í 5. sæti eftir að hafa tapað bráðabana á móti GA um að komast í úrslitaleiki.

Smelltu hér til að sjá hvernig gekk hjá kvennaliði Keilis í 1. deild.

Smelltu hér til að sjá hvernig gekk hjá karlaliði Keilis í 1. deild.