Íslandsmót liða í 12 ára og yngri flokkum fór fram dagana 3.-5. sept. Keppt var á þremur golfvöllum. Á föstudeginum var leikið hjá Keili, á laugardeginum var mótið í Bakkakoti hjá GM og á sunnudeginum var þriðji og síðasti keppnisdagurinn hjá GKG í Mýrinni.

110 krakkar mættu frá mörgum golfklúbbum og heppnaðist mótið afar vel og skemmtu keppendur sér alla dagana í að keppa með Texas scramble fyrirkomulagi.

Keilir átti lið í öllum deildum, hvítu, gulu, bláu, rauðu og grænu. Liðin enduðu með eitt gull, eitt silfur og tvö brons.