Íslandsmóti golfklúbba í 2. deild lauk í dag. Mótið fór fram á Öndverðarnesvelli 19.-21. júlí.

Alls tóku átta golfklúbbar þátt. Keilir sigraði Esju örugglega í úrslitum 4-1. Í þriðja sæti var Nesklúbburinn.

Keilir sigraði alla fimm leiki sína í mótinu og 21 af 25 viðureignum. Keilir leikur í 1. deild að ári.