Æfingaferð Keilis 18 ára og yngri var farin dagana 25. mars til 2. apríl. Farið var til Costa Ballena á Spáni.

Yfir 60 manns fóru í ferðina sem tókst með eindæmum vel. Fjórir þjálfarar Keilis voru hópnum til halds og trausts við æfingar og leik á golfvelli alla dagana.

Leiknar voru 18-36 holur á dag auk þess að æfingar vorur fyrir eða eftir golfhringi.

Frábært veður var  og yfir 23 stiga hiti alla dagana.

Á kvöldin var ýmislegt gert sér til gamans og meðal annars farið í spurningaleiki og tónlistargetraunir. Keppni var á milli liða í keppninni U R IN IT 2 WIN IT.