Fundarstaður:
Vegna samkomutakmarkana verður aðalfundur haldinn á rafrænu formi “TEAMS”. Félagsmenn þurfa að skrá sig til fundar vinsamlegast smellið á þennan teksta til að skrá á fundinn.  Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig í það minnsta 2klst.fyrir fund.

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
4. Stjórnarkosning
5. Lagabreytingar  (smellið á teksta til að sjá tillögu)
6. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags
7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að
8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2021
9. Önnur mál

Sent verður út fundarboð með tölvupósti ásamt ítarlegum leiðbeiningum þegar nær dregur fundi til allra þeirra sem skrá sig. Með þessum hætti getum við tryggt að sem flestir félagar geti tekið þátt í aðalfundinum sem og greitt atkvæði þegar þess gerist þörf.

Stjórn Golfklúbbsins Keilis

 

Hér má nálgast video fyrir þá sem eru ekki vanir TEAMS, hvernig á að tengjast ofl.

Stjórnarkjör

Eins og lög Keilis gera ráð fyrir þá fer fram formanns og stjórnarkjör á fundinum. Þeir stjórnarmenn sem eru að klára tveggja ára tímabil sitt í ár eru þau Sveinn Sigurbergsson, Ellý Erlingsdóttir og Guðmundur Örn Óskarsson. Hafa þau öll gefið kost á sér áfram til stjórnarsetu næstu tvö ár.

Einnig ætlar Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir að gefa áfram kost á sér til áframhaldandi formannsetu.

Fyrir í stjórn eru og eiga eitt ár eftir af stjórnarsetu þeir Daði Janusson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Már Sveinbjörnsson. 

Stjórn Keilis bendir áhugasömum um stjórnarsetu að bjóða sig fram og koma því til skrifstofu Keilis sem allra fyrst. Framboðin verða þá kynnt enn frekar á miðlum klúbbsins. Hægt er að skila inn framboði á netfanginu keilir@keilir.is.

Lagabreytingar

Stjórn Keilis leggur til lagabreytingar og í stað núverandi fyrirkomulags varðandi stjórnarkjör þá verði bundið í lög félagsins að framboð til stjórnar skuli berast skrifstofu Keilis eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.

Samhliða er sett fram breytingatillaga hvað varðar lágmarksfrest til boðunar aðalfundar, þannig að þeir sem hafa hug á að bjóða fram krafta sína í þágu félagsins hafi enn ráðrúm til þess að tilkynna um framboð sitt eftir að dagsetning aðalfundar hefur verið auglýst. Breytingatillagan er í anda þess sem aðrir golfklúbbar hafa ráðist í. Tillagan er að mati stjórnar til þess fallin að gera framkvæmd aðalfundar markvissari og gefur um leið færi á kynningu frambjóðenda í aðdraganda aðalfundar.

Þá leggur stjórn Keilis leggur til að fært verði í lög félagsins heimild til þess að halda rafrænar kosningar til þess að taka af allan vafa þar um.

Einnig leggur stjórn Keilis til og telur mikilvægt í ljósi kostnaðar að það sé lagt í hendur stjórnar hverju sinni hvort framkvæmd sé löggild endurskoðun ársreiknings.

Annars þá má nálgast lagabreytingarnar hér með að smella þennan teksta.