12/06/2024

Axel hefur leik í Tékklandi á morgun

Axel hefur leik í Tékklandi á morgun

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson hefur leik á Kaskáda Golf Challenge í Tékklandi á morgun, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Þetta verður önnur vikan í röð sem að Axel keppir á Áskorendamótaröðinni en í síðustu viku spilaði Axel á Challenge De Cadiz á Spáni.

Við spurðum Axel um mótið síðustu viku en það var spilað á Novo Sancti Petri vellinum sem afrekshópur Keilis æfði á fyrr í vor „Það er alltaf gaman að spila kunnuga velli því það gerist ekki oft og ég gat nýtt reynsluna til að hjálpa mér. Mér leið líka bara vel á þessum stað því maður vissi nakævmlega hvað maður var að fara út í og það er gott fyrir undirbúning og koma sér upp besta planinu fyrir völlin og vikuna“ en Axel endaði mótið í 43 sæti eftir að ná niðurskurðinum örugglega eftir tvo hringi.

Axel kom til Tékklands á þriðjudaginn þegar við heyrðum í honum „Gærdagurinn var einn langur ferðadagur, en ég náði að koma fjölskyldunni til Tékklands. Nokkrar seinkanir á flugum og þetta varð að frekar löngum degi. Hvíldi smá í morgun og næstu tveir dagar munu fara í að kynna sér völlinn og fínpussa grunnatriðin.“

Axel er síðasta mánuðinn búinn að ná að sigra Korpubikarinn og ná tveimur niðuskurðum í röð á Áskorendamótaröð Evrópu þannig að hann er á góðu skriði fyrir. Fyrsti hringurinn hjá Axel byrjar á morgun fimmtudag klukkan 12:20 á Íslenskum tíma en hann mun byrja á 10 teig á Kaskáda vellinum.

Við munum að sjálfsögðu styðja okkar mann til dáða og fylgjast með hér – Leaderboard – Kaskáda Golf Challenge 2024 – Challenge Tour (europeantour.com)

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ
  • 29/01/2025
    Bætt aðstaða í Hraunkoti
  • 16/01/2025
    Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista​
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis