12/04/2024

Bráðabirgðarmat fyrir Hvaleyrarvöll

Bráðabirgðarmat fyrir Hvaleyrarvöll

Eins og flestum félagsmönnum er kunnugt verða talsverðar nýjungar hjá okkur í sumar. Komið er að leiðarlokum 11 ára endurbyggingarferli á Hvaleyrarvelli og opna tvær nýjar holur í vor. Mun þá holuröðin breytast og munum við hefja leik á 10. holu (núverandi 13.) og leika 11.(14.), 12.(15.), 13.(16.), 14.(17.), 15.(18.) og klára á þremur nýjum holum byggðar á gömlum grunni, 10. og 11. hola sameinaðar í eina par 5 holu 16. , glæný par 3 hola út á tangann á Hvaleyrinni 17. og svo lengdri 18.(12.)  í átt að golfskálanum aftur.

Unnið er að því að setja völlinn upp í GLFR appinu og er stutt í að sú vinna klárist. Þá geta allir skoðað nýju holurnar eins og þær verða og fengið smá tilfinningu fyrir þeim. Því er tilvalið að rifja upp GLFR appið og fylgjast með þegar völlurinn verður kominn inn.

Búið er að reikna bráðabirgðamat fyrir Hvaleyrarvöll og geta því allir skoðað sína áætluðu vallarforgjöf. Völlurinn verður síðan allur endurmetinn í sumar

Lesið inn/smellið á QR kóðann til að skoða áætlaða vallarforgjöf

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 04/03/2025
    Vilt þú vinna með okkur í sumar?
  • 04/03/2025
    Íslandsmótið í golfi 2025 á Hvaleyrarvelli
  • 03/02/2025
    7 fulltúar Keilis í landsliðsferð GSÍ
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis
  • 21/12/2024
    Jólagolfmót í hitanum í Hraunkoti öll jólin
  • 05/12/2024
    Árangur, sátt og samstaða – Takk fyrir aðalfundinn