Jón Árni Kárason hlaut háttvísisbikar GSÍ á aðalfundi Keilis sem haldinn var miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn.

Sá sem hlýtur háttvísisbikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefst aldrei upp og er ávallt með bros á vör.

Jón Árni hefur sýnt miklar framfarir á árinu, er duglegur að mæta á allar æfingar og hefur verið sér og sínum og Keili til mikils sóma bæði innan sem utan vallar. Hann er umfram allt fyrirmynd fyrir alla aðra í kringum sig.

Til hamingju Jón Árni Kárason!