Eitt það allra skemmtilegasta við hinn árlega aðalfund klúbbsins er að heiðra okkar flotta íþrótta- og afreksfólk. Veittar eru viðurkenningar fyrir árangur, framfarir, háttvísi og þrautseigju. Ljóst er að fólkið okkar er harðduglegt og öllum klúbbmeðlimum til fyrirmyndar og sóma.
Keilir óskar þessum flottu kylfingum til hamingju!

Bjartasta vonin 2022

Sú sem hlaut viðurkenninguna lék mjög gott golf í sumar og lækkaði sig umtalsvert í forgjöf.

Viðkomandi hefur mikinn áhuga á golfíþróttinni er dugleg að æfa mæta á æfingar auk þess að æfa sig aukalega.

Hún er tvöfaldur íslandsmeistari í golfi 12 ára og yngri í höggleik og holukeppni auk þess að vera stigameistari sl. sumar. Auk þess sigraði hún í sínum flokki á meistaramóti Keilis auk þess að vera í silfurliði Keilis 14 ára og yngri og var liðið hársbreidd frá Íslandsmeistarartitli.

Hún lék mjög gott golf í sumar og lækkaði sig umtalsvert í forgjöf (24,4 í 13,6)

Hún er ein af efnilegustu kylfingum Keilis í dag.

Bjartasta von Keilis er:  Elva María Jónsdóttir

Framfarabikar karla 2022

Hann er í dag einn af betri kylfingum Keilis og hefur tekið miklum framförum undanfarið enda hefur hann verið duglegur að æfa sig í golfi og er ósérhlífinn.  Hann lækkaði sig heilmikið í forgjöf á tímabilinu eða frá 5,7 og í 0,5.

Tómas Hugi varð klúbbameistari Keilis í 1. flokki þar sem hann lék mjög vel. Hann varð í 8. sæti á stigalista GSÍ 17-18 ára. Auk þess stóð hann sig vel á opnum mótum á vegum GSÍ.

Framfarabikar karla hlýtur: Tómas Hugi Ásgeirsson

Framfarabikar kvenna 2022

Viðkomandi er ein af ungu og efnilegum kylfingum Keilis í kvennaflokki. Í sumar lagði hún hart að sér og lækkaði forgjöf sína umtalsvert undanfarið eða frá 17,1 og niður í 7,2.

Hún var valin til að leika með kvennaliði Keilis í 1. deild og stóð sig þar mjög vel.

Hún var dugleg að keppa fyrir hönd Keilis og stóð sig vel á öllum stöðum. Hún endaði í 6. sæti stigalistanns hjá 13-14 ára stelpum á unglingamótaröðinni.

Framfarabikarinn kvenna hlýtur Lára Dís Hjörleifsdóttir

Háttvísibikarinn: 

Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefst aldrei upp, hefur sýnt miklar framfarir, er duglegur að mæta á æfingar og hefur verið sér og sínum og Keili til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og er umfram allt fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig.

Háttvísibikar GSÍ hlýtur: Máni Freyr Vigfússon. (faðir Mána á mynd)

Þrautseigjuverðlaun 2022: 

Viðkomandi er mjög metnaðarfullur kylfingur sem leggur mjög hart að sér við æfingar og ætlar sér langt í framtíðinni. Hann hefur mikinn áhuga að öllu sem að viðkemur golfíþróttinni. Hann gefst aldrei upp og hefur skýr markmið og leiðir að þeim.

Þrautseigjuverðlaunin hlýtur: Svanberg Addi Stefánsson.