Nú fer að styttast í Aðalfund Keilis, stjórnin hefur ákveðið að hann fari fram þriðjudaginn 6. desember n.k.

Í lögum Keilis kveður á um að framboðum til stjórnar skuli skila inn 7 dögum fyrir aðalfund, kosið er um þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og Formanns til eins árs.

Núverandi stjórnarmenn sem þurfa endurkosningu hafa allir ákveðið að bjóða fram krafta sína áfram, enn þau eru Guðmundur Óskarsson, Sveinn Sigurbergsson og Ellý Erlingsdóttir. Þá hefur Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður einnig ákveðið að bjóða fram krafta sína áfram til eins árs.

Stjórnin hvetur félagsmenn sem hafa áhuga að sitjast í stjórn að hafa samband við skrifstofu Keilis til að bjóða fram krafta sína fyrir 30. nóvember n.k. Hægt er að senda inn framboð á netfangið keilir@keilir.is