Gísli gerði sér lítið fyrir og sigraði á The Duke of York Young Champions Trophy. Mótið er gífurlega sterkt þar sem landsmeistarar 18 ára og yngri frá 30 þjóðum koma saman og leika um “The Duke of York Young Champions Trophy”.  Enn það er Prins Andrew sem er verndari mótsins og veitir verðlaunin ár hvert. Sennilega eitt sterkasta mót í þessu aldursflokki sem haldið er. Stjórn Keilis ætlar að standa fyrir móttöku til handa Gísla og fagna með honum þessum glæsilega sigri á morgun klukkan 17:00, að sjálfsögðu er öllum Keilisfélögum boðið að koma og samfagna með meistaranum. Innilega til hamingju Gísli og Keilisfélagar allir.