Kæru félagsmenn, með hækkandi sól förum við að leiða hugann að öllu því frábæra golfi sem verður spilað í sumar. Það er svo frábært við golfið að sumir kylfingar eru með háleitari markmið en aðrir , golfið býður upp á endalaus tækifæri. Tækifærin í golfinu eru að eyða tíma með vinum og fjölskyldu, hugsa um heilsuna á skemmtilegan hátt, en einnig tækifæri til að sigra sjálfan sig og bæta. Að vera framúrskarandi í golfi krefst gífurlegs tíma, aga og þrautseigju.
Viljum við í stjórn Keilis sjá ykkur öll sem eru tilbúin í það verkefni ná eins langt og þið viljið. Golf getur líka verið tækifæri til að láta drauma rætast hvort sem það er háskólagolf, landsliðssæti eða atvinnumennska.  

Keilir lagði af stað í þá vegferð að bæta við sig þjálfara í fullt starf til að styðja betur við okkar íþróttafólk og verður nú íþrótta- og afreksstarfið leitt af þeim Karli Ómari og Birgi Birni. Einnig búum við að reynslumiklum afrekskylfingum eins og Axel Bóassyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttur sem geta miðlað þekkingu sinni til afreksefna okkar.
Það eru spennandi tímar framundan í íþróttastarfinu og vonandi geta félagsmenn gefið sér tíma til að fylgjast með og hvetja áfram okkar bestu kylfinga á komandi tímabili, hvort sem það er á unglingamótaröðinni, fullorðinsmótaröðinni eða LEK mótaröðinni.
 

Áfram Keilir! 

Kveðja,
Tinna Jóhannsdóttir