Nú 4. maí taka nýjar reglur gildi um samkomubann. Opnar þá golfskálinn og Hraunkot aftur eftir lokun síðan á Páskadag.

Með þessum reglum á fjöldi ekki fara yfir Fimmtíu aðila (50)  á neinum af þeim svæðum sem við ætlum að hafa opin.

Í tilefni þess höfum við reynt að stílfæra þær reglur sem gilda um aðstöðu okkar á svæði Golfklúbbsins Keilis og í Hraunkoti.

Við minnum kylfinga á að aðstaða er á salernum, bæði í Hraunkoti og í golfskála til að sápa hendur og sótthreinsa.

Það eiga allir að MUNA EFTIR að gera þennan sjálfsagða hlut í núverandi ástandi.

Svæðunum er skipt upp í fimm svæði og munum við stuttlega fara yfir þær reglur sem gilda fyrir hvert og eitt:

 • Golfhermar
 • Æfingaskýli
 • Púttflöt í Hvalalaug
 • Púttflöt á efri hæð í Hraunkoti
 • Golfskáli Keilis

Þú sem ert að fara í golfherma í Hraunkoti:

Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og sótthreinsa þær bæði fyrir og eftir leik í hermunum.

 • Ef tveir eða fleiri aðilar eru að leika í hermunum þá er best að ákveða einn aðila sem sér um að nota lyklaborð og mús. (einnota hanskar eru við tölvuna)
 • Það skulu  ávallt vera að HÁMARKI TVEIRAÐILAR (2) inni í rýminu þegar leikið er. Aðrir eiga að vera fyrir utan golfhermarýmið (fyrir neðan pall).
 • Mikilvægt er að leika með sínum eigin bolta.
 • Notið einungis eigin búnað og deilið honum ekki.
 • Tryggjum og virðum tveggja metra regluna. 

Þú sem ert að fara í æfingaskýlið í Hraunkoti:

Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og síðan sótthreinsa hendur bæði fyrir og eftir æfingu.

 • Að hámarki mega vera TUTTUGU KYLFINGAR (20) við æfingu í skýlinu.
  Athugið: Einn kylfingur á að vera í hverjum bás.
 • Kylfingar eiga að nota blauttuskur sem eru við boltavélina til að strjúka af boltakörfu, bæði fyrir og eftir notkun.
 • Þurrka skal af hnöppum á boltavél með blauttuskunum áður enn boltar eru verslaðir og notaðir.
 • Allir golfboltar eru sótthreinsaðir í sérstakri þvottastöð á milli notkunar.
 • Tryggjum og virðum tveggja metra regluna. 

Þú sem ert að fara á púttflötina á neðri hæðinni í Hraunkoti:

Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og sótthreinsa hendur bæði fyrir og eftir æfingu.

 • Að hámarki mega vera Fimm KYLFINGAR (10) við æfingu á flötinni.
 • Búið er að fjarlæga allar stangir af púttflötinni, vinsamlegast virðið það.
 • Notið einungis eigin golfbúnað og bolta og deilið ekki á milli ykkar.
 • Tryggjum og virðum tveggja metra regluna. 

Þú sem ert að fara á púttflötina á efri hæðinni í Hraunkoti:

Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og sótthreinsa hendur bæði fyrir og eftir æfingu.

 • Að hámarki mega TVEIR KYLFINGAR (2) vera við æfingu á flötinni.
 • Við erum búin að fjarlæga stangir af púttflötinni, vinsamlegast virðið það.
 • Notið einungis eigin búnað og deilið honum ekki.
 • Tryggjum og virðum tveggja metra regluna. 

Þú sem ert að fara í golfskála Keilis:

Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og sótthreinsa hendur bæði fyrir og eftir komu. 

 • Að hámarki mega vera FIMMTÍU GESTIR (50) í golfskálanum.
 • Tryggjum og virðum tveggja metra regluna. 

Við höldum áfram að sótthreinsa alla snertifleti í Hraunkoti, Golfskálanum og Golfhermum. Starfsfólk mun gera sitt besta við að halda svæðinu hreinu við þessar sérkennilegu aðstæður.

Við þurfum ykkar samvinnu til að þetta verði hægt að gera og að iðka og æfa golf á meðan þetta ástand varir.

Núna þurfa allir að vanda sig! 

Ef þú finnur fyrir flensueinkennum eða hefur verið í samneyti við Covit-19 sýktan aðila síðustu 14. daga þá bendum við á tilmæli sóttvarnalæknis um sóttkví.

Covid-19 kallar á samstöðu og ábyrgð okkar allra!

Gangi okkur öllum vel.

Starfsfólk Keilis