Golfklúbburinn Keilir óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsælt komandi ár. Starfsfólk klúbbsins vill þakka öllum félagsmönnum fyrir viðburðarríkt ár og megi næsta ár verða enn betra

 

Við minnum á að golfhermarnir okkar verða opnir eins og vanalega, alla daga frá 06:00 til 00:00.

Núna er komin ný bókunarsíða þar sem hægt er að bóka og greiða fyrir herminn.

Kylfingar fá aðgang að aðstöðunni með kóða sem berst þeim í tölvupósti klukkutíma áður en bókaður tími hefst.

Búið er að setja upp leiðbeiningar sem hægt er að styðja sig við þegar verið er að setja upp leikinn.

Hægt er að bóka tíma á boka.keilir.is