Nú á dögunum skrifaði Formaður Keilis Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir fyrir hönd stjórnar Keilis undir nýjan samning við 220 First Edition um leigu á veitingaraðstöðu Keilis. Hafsteinn og Geirþrúður sem eiga 220 First Edition hafa mikla reynslu af rekstri í veitingageiranum, komu þau að stofnun og rekstri á Krydd veitingarhúsi í Hafnarborg og reka nú Betri Stofuna á 7. hæðinni í Firði verslunarmiðstöð. Munu þau taka við rekstri skálans 1. maí n.k

Hafsteinn og Geirþrúður við undirskriftina:
“Við hlökkum mikið til að taka við rekstri veitingasölunnar og viðhalda þeim góða orðstír sem þekktur er á þessum rekstri. Okkar aðaláhersla verður gott hráefni, góð verð og þjónustu við félagsmenn og gesti Keilis. Talsverðar nýjungar verða á boðstólnum og verður gaman að heyra og sjá hvernig félagsmenn og gestir Keilis munu taka í þær.”

Guðbjörg Formaður Keilis sagði:
“Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Keili, veitingasalan er stór partur af félagsstarfi okkar og má segja þungamiðjan í því. Okkur list vel á þær breytingar sem kynntar hafa verið og verður spennandi að heyra álit félagsmanna og gesta á komandi sumri.”

Félagsmenn meiga því eiga von á skemmtilegum nýjungum sem verða kynntar betur fyrir tímabilið.

Um leið og við óskum þeim Hafsteini og Geirþrúði alls velfarnar þá hlökkum við mikið til að njóta samverunnar og veitinganna í sumar.