Þá er farið að hausta, félagsmenn finna það þegar farið af stað á morgnana. Golfvellirnir okkar verða áfram opnir á meðan veður leyfir. Enda eru þeir í frábæru ástandi. Golfverslunin verður opin áfram á virkum dögum á skrifstofutíma, það á einnig við útleigu á golfbílum, kerrum og golfsettum. Síðasta leiga á golfbíl er klukkan 12:00. Um helgar verður ekki hægt að leiga golfbíla, kerrur eða sett.

Veitingasalan er lokuð fyrir utan það, að hægt er að kaupa kaffi það gos sem er til og bjór á skrifstofutíma eða frá 08:00-17:00 alla virka daga. Endilega notið golfvellina næstu daga og vikur á meðan veður leyfir, það er ekkert eins hressandi einsog létt haust golf á meðan bjart er.

Golfhermarnir eru komnir í leigu og hvetjum við félagsmenn að nýta sér þá yfir vetrartímann. Verið er að bæta aðstöðuna enn frekar með því að loka á milli lauganna, þannig að kylfingar fá meira næði í hermunum. Við minnum á lækkað verð í hermana.