Frá og með miðvikudeginum 24. apríl ætlum við að hefja rástímaskráningu á Sveinskotsvelli. Eru því allir sem ætla sér að spila völlinn beðnir um að skrá sig á rástíma í Golfbox rástímakerfinu.

Við minnum á að völlurinn er aðeins opinn félögum Keilis. Félagsmenn geta skráð sig 6 daga fram í tímann og geta verið með 4 virkar skráningar á því tímabili.

Næstu tvær vikur mun völlurinn spilaður á “vorflötum”. Starfsmenn hafa skorið holur utan flata á Sveinskotsvelli sem notast verður við næstu 2 vikur. Er þetta gert til þess að vernda flatir vallarins fyrir álagi á meðan þær koma sér í gott stand. Flatirnar eru viðkvæmar þessa dagana fyrir boltaförum og annars konar átroðningi og mikilvægt að gefa þeim færi á að koma sér í sumargírinn. Samhliða þessu verður unnið á flötunum, verða þær sandaðar og sáð í þær.

Minnum einnig á að slegið er utan teiga og hvetjum við kylfinga til þess að sýna því virðingu og slá upphafshögg sín á vetrarteigum.