Já tíminn er fljótur að líða og nú er að styttast í skötuveisluna á Þorláksmessu í golfskála Keilis. Eins og undanfarin ár verður boðið uppá hádegismat í tveim hópum Kl. 11:30 og 13:00. Á boðstólnum verður kæst skata og saltfiskur. Skötuveislan hefur verið mjög vinsæl og því mikilvægt að panta tímanlega. Til að bóka þarf að hafa samband við Hraunkot í síma 565-3361 eða senda e-mail á hraunkot@keilir og mikilvægt er að taka fram við bókun hvaða tíma á að bóka (11:30 eða 13:00). Allur ágóði rennur til  unglinga- og afrekstarf Keilis og er miðaverð 3.200 kr og eru drykkir seldir á staðnum. Þessi veisla mun tryggja að allir komast í rétta jólaskapið þessi jólin. Hlökkum til að sjá ykkur á 23.desember.