Þá er komið að hinu árlega þorrablóti Keilis sem haldið verður á Bóndadaginn, 26. janúar.

Blótið á sér langa sögu hjá klúbbnum en fór hallandi fæti á covid tímum. Núna ætlum við að endurvekja þessa skemmtilegu hefð og verður þetta ekkert slor í ár!

Blótstjóri verður enginn annar en Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.

Húsið opnar klukkan 19:30 og eins og venjur gera ráð fyrir verður boðið upp á hákarl og brennivín til að starta þessu.

Borðhald hefst síðan klukkan 20:00.

Við hvetjum alla Keilisfélaga til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Pláss er fyrir 100 manns

Miðaverð er 10.900kr

Skráning fer fram á vikar@keilir.is

Fyllum kofann og höfum gaman!