Einsog tíðkast hefur á Aðalfundi er þeim sem skarað hafa framúr í afreks- barna- og unglingastarfi veittar viðurkenningar fyrir árið. Enn þær eru framfarabikarar Karla og kvenna 2018, bjartasta vonin 2018, háttvísibikarinn 2018 og þrautseigjuverðlaun 2018.

Í ár hlaut viðurkenninguna Bjartasta vonin Arnar Logi Andrason.

Umsögn Þjálfara:

Viðkomandi kylfingur hefur mikinn áhuga á golfíþróttinni og gerir alltaf sitt allra besta ttl þess að verða betri kylfingur. Hann lækkaði forgjöfina sína um ansi marga heila sl. sumar. Að mati okkar þjálfarana er þessi ungi kylfingur mjög duglegur í því sem hann tekur sér fyrir hendur og er einn af efnilegustu kylfingum Keilis.

Framfarabikar Karla hlaut Birgir Björn Magnússon (Magnús faðir Birgis tók á móti bikarnum)

Umsögn þjálfara:

Í ár bætti viðkomandi kylfingur sig heldur betur með mikillri eljusemi á æfingum og hógværð og er aftur orðinn einn að bestu kylfingum landsins. Hann er búinn að taka risastökk á heimslista áhugamanna í golfi og sigraði á sínu fyrsta stigamóti á Eimskipsmótaröðinni.

Í haust var hann valinn í landsliðshóp Íslands í golfi.

Framfarabikar kvenna hlaut Helga Kristín Einarsdóttir (Karl Ómar Íþróttastjóri tók á móti bikarnum fyrir Helgu hönd)

Umsögn þjálfara:

Sú sem hlýtur viðurkenninguna er ein af bestu kylfingum landsins og landsliðskona í íþróttinni. Hún lék mjög gott golf í sumar og lækkaði sig umtalsvert í forgjöf. Hún var dugleg að mæta á æfingar, auk þess að leggja meira á sig við aukaæfingar. Hún var með í öllum verkefnum á vegum GSÍ. Lék á Evrópumóti og á heimsmeistaramóti kvenna fyrir Íslands hönd.

Háttvísibikar GSÍ hlaut Svanberg Addi Stefánsson

Umsögn þjálfara:

Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig.

Þrautseigjuverðlaunin í ár hlaut Birgir Björn Magnússon

Umsögn þjálfara:

Að gefast aldrei upp, skýr markmiðsetning, hafa óbilandi trú á sjálfum sér og vera ávallt jákvæður og brosandi er sá kylfingur í hnotskurn sem hlýtur þrautseigjuverðlaunin.